Hreiðrið og GBS

05.04.2007

Ein stutt spurning. Eru vandkvæði á því að maður geti fætt í Hreiðrinu ef maður er GBS beri og þarf að fá sýklalyf í æð við fæðingu?

Takk fyrir frábæran vef!


Sæl og blessuð!

Það að vera GBS beri og þurfa sýklalyf í fæðingu er ekki frábending fyrir því að fæða í Hreiðrinu.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. apríl 2007.