Spurt og svarað

03. ágúst 2004

Hríðir

Ég var að velta því fyrir mér að þegar hríðaverkirnir byrja á þá að hringja strax á fæðingardeildina eða bíða eftir að legvatnið fari, þarf að líða eitthvað ákveðið á milli verkja eða hvað?  Hvenær má maður bruna inn á deild án þess að manni sé sagt að fara heim og bíða eftir hinum og þessum breytingum, þá geti maður komið aftur?
Takk fyrir

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú þarft ekki að hringja strax á fæðingadeildina þegar þú byrjar að finna fyrir verkjum. Þér er óhætt að vera heima í rólegheitum þar til hríðarnar verða reglulegar á 4-5 mín. fresti og vara í 45-60 sek. Þetta tímabil getur tekið marga klukkutíma sérstaklega ef þú ert að fæða í fyrsta sinn. 

Legvatnið getur farið hvenær sem er á útvíkkunartímabilinu, en yfirleitt gerist það ekki fyrr en fæðingin er langt komin, en ef það gerist heima skaltu hringja á fæðingardeildina og láta vita af þér. 

Annars eru konur komnar mislangt í fæðingu þegar þær koma á fæðingarstað og sumum er ráðlegt að fara heim aftur. Það er enginn skömm af því að fara aftur heim og þá veit maður hver staðan er og er kannski rólegri heima í einhvern tíma á eftir.

Gangi þér vel.

Yfirfarið í júní 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.