Blæðingar og jákvætt þunguarpróf

28.04.2015

Takk fyrir frábæran vef, hef notað hann mjög mikið. En ég spyr, er möguleiki á að vera ólétt en samt fara á blæðingar? Ég fór á eðlilegar blæðingar um miðjan apríl, en 3 dögum eftir að þær hættu fór aftur að blæða. Ég tók óléttupróf upp á grínið, og það reyndist vera jákvætt! Það var í gær, í dag er hætt að blæða (blæddi í 3 daga) tók ég aftur próf og það var jákvætt og línan var mun dekkri en í gær. Er möguleiki á að fóstrið sé ekki farið? Á tíma hjá kvensjúkdómalækni í vikunni, en biðin er erfið.

 

Heil og sæl, já það er möguleiki á að fóstrið sé á sínum stað. Það er ekkert sem þú getur gert nema að bíða og vera þolinmóð. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28. apríl 2015