Spurt og svarað

31. janúar 2011

Hröð fæðing og niðurgangur

Sæl.

Nú styttist í næstu fæðingu hjá mér en síðasta fæðing tók innan við klukkustund. Fyrst fór vatnið og stuttu seinna byrjaði ég að fá þennan líka svakalega niðurgang sem var svo alveg út fæðinguna. Ég kvíði svo mikið fyrir að lenda í þessu aftur og spyr því er eitthvað hægt að gera til að stoppa niðurganginn? Veit að líkaminn hreinsar sig oft fyrir fæðinguna en þarna hefur hann eitthvað ruglast í ríminu í öllum látunum og mér leið hræðilega útaf þessu en gat ekkert stjórnað neinu.  

Með fyrirfram þökk og takk fyrir frábæran vef!


Komdu sæl.

Leiðinlegt að heyra að minningin sé svona.  Þetta er hinsvegar svo eðlilegt þegar fæðingin er svona hröð.  Venjulega kemur þessi hreinsun í byrjun fæðingar þannig að konan getur ráðið við þetta sjálf en þarna hefur allt gerst í einu og ekki við neitt ráðið eins og þú segir. 

Heilbrigðisstarfsfólk sem kemur nálægt fæðingum kippir sér venjulega ekki upp við þetta enda mjög eðlilegt að barnið þrýsti innihaldi ristilsins á undan sér á leið út.  Þú átt þar af leiðandi alls ekki að skammast þín fyrir líkamann þinn og hvernig hann starfar.

Það sem þú getur gert er að passa mataræðið og hægðirnar núna svo ekki standi mikið í ristlinum þegar kemur að fæðingu.

Gangi þér vel.
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31. janúar 2011.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.