Spurt og svarað

06. desember 2011

Húsbóndaspor

Sæl!

Ég er ólétt af mínu öðru barni, fyrsta fæðingin gekk rosalega vel og ég rifnaði ekki neitt. Ég gerði aldrei grindarbotnsæfingar, en hef verið góð í grindarbotninum, aldrei misst þvag. En aftur á móti er kynlífið ekkert sérstakt inn á milli því stundum finnum við hvorugt fyrir neinu en núna á seinni meðgöngu er ég rosa dugleg að gera grindarbotnsæfingar. En ég var að velta fyrir mer hvort það væri hægt að spyrja ljósmóðir sem tekur á móti næsta barni, hvort hún geti saumað nokkur spor (þó svo ég rifni ekki neitt). Er þetta ekki kallað húsbóndaspor?

Sæl!

Þetta tíðkast ekki, enda myndi þetta bara gera illt verra. Vertu bara dugleg í grindarbotnsæfingunum áfram, það er besta ráðið sem ég hef.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. desember 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.