Húsráð til að byrja ekki í fæðingu

16.10.2007

Ég er komin 38 vikur og maðurinn er erlendis kemur ekki fyrr en eftir viku, eru einhver góð húsráð til að fara ekki af stað, er að ganga með mitt 3 barn.

Vil ekki eiga án hans


Nei ég hef ekki heyrt um nein húsráð til að fara ekki af stað.  Hinsvegar er hugurinn ansi máttugur þannig að kannski ferðu bara ekkert af stað af því að þú ert ekki tilbúin til þess.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
16. október 2007.