Hvað á að taka með á fæðingardeildina?

31.03.2010

Sælar!

Hef verið að leita að upplýsingum um það sem taka þarf með í fæðinguna. Er ekki rétt að nú þurfi að taka með bleyjur, svampa og hugsanlega eitthvað fleira fyrir krílin.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Já, það er rétt að nú þarf að taka með bleyjur, svampa og föt fyrir barnið svo það má bæta því við listann, sem gæti þá litið svona út. Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi en gefur einhverja hugmynd.

 • Mæðraskrá
 • Snyrtivörur s.s. tannbursta, shampó, varasalva o.fl.
 • Nuddolía
 • Inniskór
 • Þægilegur fatnaður t.d. náttslopp eða náttföt
 • Nesti, t.d. drykkir, samlokur, kex, brjóstsykur o.fl.
 • GSM sími
 • Lesefni
 • Góð tónlist á geisladiskum
 • Myndavél
 • Bleyjur og svampar fyrir barnið
 • Fatnaður á barnið
 • Fatnaður fyrir móður til að fara í heim
 • Öruggur bílstóll fyrir barnið

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31.mars 2010.