Hvað er dripp og hvers vegna er það notað?

03.03.2003

?Dripp? eða dreypi er lyf sem líkir eftir hormóninu oxitósín.  Oxítósín kemur af stað fæðingarhríðum og viðheldur þeim.  Lyfinu er blandað í vökva og gefið með sírennsli í æð.  Dreypið er notað þegar örva þarf hríðar t.d. ef fæðing dregst á langinn og einnig ef það þarf að framkalla fæðingu.  Það á ekki að þurfa að nota dreypið ef allt gengur eðlilega fyrir sig.

Yfirfarið 19.6. 2015