Hvað er fósturstreita?

28.06.2009

Hvað er fósturstreita?


Þegar talað er um fósturstreitu er yfirleitt átt við það að barnið sýni merki sem geta bent til yfirvofandi súrefnisskorts ef ekki er gripið inn ferlið í tæka tíð. Stundum er líka talað um að barnið sé farið að þreytast.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. júní 2009.