Hvað mega margir vera viðstaddir fæðinguna?

20.03.2012
Hvað mega margir vera viðstaddir við fæðinguna?

Það eru yfirleitt ekki neinar reglur um það hversu margir mega vera viðstaddir fæðingu og þetta þarf fyrst og fremst að ræða við þá ljósmóður sem sinnir konunni í fæðingunni. Það sem kona þarf að hafa í huga þegar hún velur sér stuðningsaðila til að hafa hjá sér í fæðingunni er að sú manneskja eða manneskjur muni veita henni stuðning, öryggi og hlýju og vera henni til halds og trausts.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. mars 2012.