Spurt og svarað

20. maí 2007

Hvað það þýðir að vera með 1., 2. eða 3. stigs rifu eftir fæðingu?

Sælar, takk fyrir frábæran vef...

Mig langaði að spyrja hvað það þýðir að vera með 1., 2. eða 3. stigs rifu eftir fæðingu. Hvað eru það mörg spor og hvað gerist í hverju stigi fyrir sig?

Takk, takk kærlega.

 


 

Sæl og blessuð!

Rifur eftir fæðingu eru flokkaðar í fjóra flokka eftir því hve djúpt þær ná.

  • Fyrsta stigs rifa er grynnst og nær aðeins til húðar, t.d. á skapabörmum eða slímhúðar í leggöngum.
  • Annars stigs rifa nær einnig til vöðvalaga, t.d. grindarbotnsvöðva, spangarvöðva eða leggangavöðva.
  • Þriðja stigs rifa nær einnig til þrengivöðva bakraufar (anal sphincter).
  • Fjórða stigs rifa nær einnig til bakraufarslímu eða endaþarmsslímu.

Samkvæmt tölfræðinni þá fá 65-85% kvenna einhverjar rifur í fæðingunni.  Í einni rannsókn þar sem 5404 konum voru í úrtaki kom fram að 14% kvennanna sem voru með heila spöng, 29,9% kvennanna fengu fyrsta stigs rifu, 36,4% fengu annars stigs rifu. Þær konur sem fengu eingöngu rifu á burðarbarma voru 7,9% og 1,3% fengu þriðja - og fjórða stigs rifur.

Það er talið að spangarnudd með olíu geti minnkað líkur á rifum en það er fjallað nánar um það hér í annarri fyrirspurn.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. maí 2007.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.