Spurt og svarað

25. september 2005

Hve lengi útvíkkun

Hæ hó, mig vantar svo ráð. Ég er komin 37 vikur og um helgina fór að blæða smá en það var ekkert mikið og þegar ég fór uppá lansa þá var bara allt búið, blæðingin hætt. Læknirinn mældi útvíkkunina og hún var á milli 2-3, leghálsinn var
farinn að þynnast en hann var samt ekki fullþynntur. Nú langar mig að spyrja , er langt eftir, getur útvíkkunin verið að byrja svona fljótt og tekið alveg 3 vikur? Tek það fram að þetta er 2 barnið mitt. Ég er líka orðin frekar þreytt, blóðþrýstingurinn er farinn að hækka, bakverkirnir eru alveg að fara með mig og
kúlan er alltaf að harðna.

...................................................

Sæl og blessuð!

Þú verður að fyrirgefa hversu langan tíma hefur tekið að svara þér, en þú
ert nú sennilega komin á tíma núna ef þú er ekki bara búin að fæða barnið
þitt.

Í stuttu máli þá er það nú því miður þannig að leghálsinn getur verið farin
að víkka út, þynnast og mýkjast þó að margir dagar eða vikur séu í fæðingu,
sérstaklega ef þú hefur fætt áður. Það er því miður engin leið fyrir okkur
að segja til um hversu langt sé í fæðingu, þó við vildum oft óska þess að
við hefðum þann hæfileika. Það gæti verið mjög stutt í þetta en það gætu
líka liðið dagar eða jafnvel vikur.

Þolinmæði, góð hvíld og næring er það sem við getum ráðlagt þegar svona er
statt. Undirbúðu þig andlega og líkamlega, og njóttu þess að gera það sem þú
getur ekki gert þegar barnið er komið í heiminn!

Bestu kveðjur

Halla Björg Lárusdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
25.09.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.