Hvenær er ákveðið að framkalla fæðingu

19.05.2007

Sæl og takk fyrir frábæra síðu

Ég er kominn 41 viku og 3 daga og er nú farinn að velta fyrir mér ef ekkert fer að gerast. Fyrri fæðing var bráðakeisari vegna sitjanda. Líður svaka vel núna og með harða kúlu framan á mér og á fullu í þrifum. Krílið gæti komið ennþá, en ef það gerist ekki? Hvernig á maður að bera sig að. Hafa samband við Kvennadeild eða hringja þær í mann eftir nákvæmlega 42 vikur og ákveða dag? Eða á maður að panta annan tíma hjá ljósmóður?

Fyrirfram þakkir, Hulda.Sæl Hulda!

Ljósmóðirin þín í mæðraverndinni á að sjá um að panta tíma fyrir þig á Kvennadeildinni ef ekkert er farið að gerast. Venjulega eru konur metnar þegar meðgöngulengd er 41 vika og 5 daga m.t.t. þess hvort, hvenær og hvernig á að framkalla fæðingu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. maí 2007.