Spurt og svarað

23. september 2004

Hvenær er egglos í 32 daga tíðahring?

Kona hefur egglos á 14. degi tíðahrings miðað við 28 daga. Tíðahringurinn hjá mér er 32 dagar en mig langar að vita hvort egglosið gerst þá fyrr eða eftir. Þá er ég að tala um 4-5 daga. Síðustu blæðingar voru hjá mér 12. ágúst og ég var hjá lækni sem skoðaði mig (ómskoðun) og hann sagði að ég væri komin rétt undir 6 vikur en hann hefur séð stærðina á fóstrinu. Hvenær átti getnaður sér stað?

.................................................................

Sæl!

Ef tíðarhringurinn þinn er 32 dagar þá ætti egglos hjá þér að vera í kringum 16. dag tíðahringsins, þannig að ef blæðingar byrjuðu síðast þann 12. ágúst þá reiknum við það sem fyrsta dag tíðahrings og þá ætti egglos að hafa orðið í kringum 28. ágúst, og þá hefur getnaður orðið um það leyti. Ef læknir segir þér þann 21. september (þegar þú skrifar fyrirspurnina) að þú sért komin aðeins minna en 6 vikur miðað við stærðina á fóstrinu, þá stemmir það við blæðingarnar. Getnaður hjá þér hefur þá væntanlega orðið í kringum 28. ágúst, en samfarir 1 til 2 dögum fyrir eða eftir egglos, getur leitt til frjóvgunar, því sæðið lifir í svolítinn tíma eftir að það er komið inn í þig. Vonandi skýrir þetta eitthvað fyrir þér og gangi þér sem allra best.

Yfirfarið, 28.10. 2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.