Spurt og svarað

19. maí 2007

Hvernig er slímtappinn á litinn?

Góðan dag!

Ég er að spá í hvort slímtappinn sé alltaf blóðlitaður eða getur hann líka verið gulur eða grænn?  Málið er að það kom hjá mér gulgrænt mjög þykkt slím og ég er að spá í hvort það geti hafi verið slímtappinn.  Ég er gengin 36 vikur+1dag og síðustu meðgöngur mínar voru 39 vikur og 37 vikur.

Kveðja, 110607.


Sælar og takk fyrir að leita til okkar!
 
Slímtappinn getur verið glær, blóðlitaður og eins og hjá þér, gulleitur.  Hann getur verið þykkur, seigur eða jafnvel frekar þunnfljótandi.  Það að slímtappinn sé að byrja að fara er merki um að leghálsinn sé að opnast og breyta sér.  Hvenær fæðing á sér stað fer eftir styrkleika hríðanna og hversu þétt þær koma og hversu lengi þær vara.

Vonandi svarar þetta spurningu þinni og gangi þér vel.

Kveðja,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. maí 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.