Hvernig er slímtappinn á litinn?

19.05.2007

Góðan dag!

Ég er að spá í hvort slímtappinn sé alltaf blóðlitaður eða getur hann líka verið gulur eða grænn?  Málið er að það kom hjá mér gulgrænt mjög þykkt slím og ég er að spá í hvort það geti hafi verið slímtappinn.  Ég er gengin 36 vikur+1dag og síðustu meðgöngur mínar voru 39 vikur og 37 vikur.

Kveðja, 110607.


Sælar og takk fyrir að leita til okkar!
 
Slímtappinn getur verið glær, blóðlitaður og eins og hjá þér, gulleitur.  Hann getur verið þykkur, seigur eða jafnvel frekar þunnfljótandi.  Það að slímtappinn sé að byrja að fara er merki um að leghálsinn sé að opnast og breyta sér.  Hvenær fæðing á sér stað fer eftir styrkleika hríðanna og hversu þétt þær koma og hversu lengi þær vara.

Vonandi svarar þetta spurningu þinni og gangi þér vel.

Kveðja,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. maí 2007.