12 vikna sónar

30.05.2008

Góðan daginn

Er í vangaveltum með 12 vikna sónarinn sem er í boði. Ég kæri mig ekki um líkindareikninga upp á litningagallana þar sem við erum ákveðin að eyða ekki þótt þeir útreikningar kæmu „illa“ út. Hvað annað er skoðað í þessum sónar? Ef ég afþakka þessa líkinda reikninga er mér samt frjálst að fara í þennan sónar til að athuga þá annað sem sést þetta snemma, eins og hvort allir útlimir og heili séu til staðar?

Bestu þakkir.Sæl!

Tólf vikna ómun er í boði fyrir allar konur, og velja þær hvort þær vilji líkindamat fyrir litningagöllum eða án. Það sem skoðað er fyrir utan að mæla hnakkaþykkt, er hvort um einbura eða fjölbura sé að ræða, meðgöngulengd reiknuð út og væntanlegur fæðingadagur, síðan er farið yfir helstu líffæri eins og heila, maga, þvagblöðru og útlimi. Þér velkomið að panta 12 vikna ómskoðun án líkindamats.

Kveðja og gangi þér vel.

Kær kveðja,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
30. maí 2008.