Hvernig er útvíkkun mæld?

26.09.2004

Var að velta fyrir mér hvernig stytting á leghálsi og útvíkkun sé mæld?

.....................................................................

Sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn.

Leghálsinn er metinn með þreifingu.  Ljósmóðir eða fæðingalæknir þreifar með 2 fingrum upp í leggöngin og finnur upp á leghálsinn.  Metið er hversu langur, hversu mikið opinn og hversu mjúkur leghálsinn er. Einnig er reynt að finna hversu langt kollurinn er kominn niður í grindina.

Yfirfarið, 28.10. 2015