Hvernig veit ég hvenær ég er að fara að eiga?

11.12.2007

Sæl!

Ég er ólétt af mínu fyrsta barni og er aðeins 19 ára. Ég var að spá hvernig veit ég hvenær ég er að fara að eiga? Það segja mér allir að það fari ekki framhjá mér, en mig langar til að sjá þetta standa á svörtu og hvítu hvernig þetta gæti byrjað.

Með von um svör.


Sæl og blessuð!

Þú ættir að finna svar við þessu í fyrirspurn sem heitir Samdrættir, fyrirvaraverkir eða byrjandi fæðing.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2007.