Hversu lengi eru fyrri keisarakonur að fæða?

20.04.2008

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef!

Ég hef verið að lesa um að fæðing númer 2 taki mun styttri tíma en fyrsta fæðing. Nú fór ég í bráðakeisara í minni fyrstu fæðingu. Var í 3 daga með hríðir og ekkert gekk. Festist í 3 í útvíkkun en þegar ég var sett í bráðakeisarann að þá var ég komin í 8.

Mín spurning er sú: mun fæðingin mín taka jafn langan tíma og fæðing frumbyrja?

Með kveðju, Keisaramamma :)


Sæl

Það er algerlega ómögulegt að segja fyrir um það þar sem margir þættir spila inn í en þar sem þú ert búin að fara í 8 útvíkkun áður þá ættir þú  alveg eins að geta verið fljót með þann hluta fæðingar. Rembingstímabilið myndi kannski verða svipað og hjá frumbyrju en annars er ómögulegt að spá fyrir. Jákvætt hugarfar fleytir þér þó langt.

Gangi þér vel,

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. apríl 2008.