Spurt og svarað

03. september 2005

Hversu marga keisara er óhætt að fara í?

Sæl!

Mig langaði að forvitnast um hversu marga keisaraskurði er talið óhætt að fara í. Ég veit að einu sinni var miðað við þrjá en nú heyrist mér margir vera að hverfa frá því og hef heyrt talað um að það fylgi lítið aukin áhætta á fylgikvillum fleiri keisaraskurðum. Er til einhver ákveðin vinnuregla um þessi mál?

Kær kveðja, Keisari x 3.

.............................................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Mér er ekki kunnugt um vinnureglur hér á landi um fjölda keisaraskurða á hverja konu. Ég hef þó heyrt það sama og þú og veit dæmi þess að konur hafi farið oftar en þrisvar sinnum í keisara.  Ég kannaði lítillega hvort gerðar hafi verið rannsóknir á þessu sviði og rakst á eina frá Saudi Arabíu sem sýndi fram á að ekki var aukin áhætta eða verra útkoma hjá konum sem fóru í 5-9 keisaraskurði borið saman við konur sem fóru í 3-4 keisaraskurði. Úrtakið var rúmlega 300 konur í hvorum hóp.

Fæðingalæknar eru sérfræðingar í þessum málum og því vil ég ráðleggja þér að ræða þetta við fæðingalækni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. september 2005.

Heimild: Rashid M, Rashid RS. (2004).  Higher order repeat caesarean sections: how safe are five or more? BJOG, 111(10),1090-4.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.