Spurt og svarað

19. desember 2004

Hypnobirthing

Ég pantaði mér bækur og geisladisk að utan um hypnobirthing og er byrjuð að æfa mig. Vitið þið til þess að einhver kona hafi reynt þetta hérlendis eða jafnvel hvort einhver bjóði upp á námskeið?

..............................................................................

Sæl og blessuð!

Takk fyrir að senda okkur fyrirspurn, það er alltaf gamana að fá fyrirspurnir um hluti sem eru ekki alveg hefðbundnir. Hypnobirthing er mjög spennandi leið fyrir ófrískar konur til þess að undirbúa sig fyrir fæðinguna og til þess að nota í fæðingunni. Ef hins vegar þú ferð inn á www.hypnobirthing.com þá eru þar miklar upplýsingar um þetta og fullt af fæðingasögum frá konum sem hafa notað þessa aðferð í fæðingu.  Hypnobirth hjálpar konum til þess að takast við hríðarnar í fæðingu með sjalfsdáleiðsluformi og eru nokkrar ljósmæður á Íslandi sem eru með námskeið í Hypnobirth

Gangi þér vel og megir þú eiga yndislega fæðingu með hypnobirthing.

Yfirfarið 28.okt.2015


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.