Hypnobirthing

19.12.2004

Ég pantaði mér bækur og geisladisk að utan um hypnobirthing og er byrjuð að æfa mig. Vitið þið til þess að einhver kona hafi reynt þetta hérlendis eða jafnvel hvort einhver bjóði upp á námskeið?

..............................................................................

Sæl og blessuð!

Takk fyrir að senda okkur fyrirspurn, það er alltaf gamana að fá fyrirspurnir um hluti sem eru ekki alveg hefðbundnir. Hypnobirthing er mjög spennandi leið fyrir ófrískar konur til þess að undirbúa sig fyrir fæðinguna og til þess að nota í fæðingunni. Ef hins vegar þú ferð inn á www.hypnobirthing.com þá eru þar miklar upplýsingar um þetta og fullt af fæðingasögum frá konum sem hafa notað þessa aðferð í fæðingu.  Hypnobirth hjálpar konum til þess að takast við hríðarnar í fæðingu með sjalfsdáleiðsluformi og eru nokkrar ljósmæður á Íslandi sem eru með námskeið í Hypnobirth

Gangi þér vel og megir þú eiga yndislega fæðingu með hypnobirthing.

Yfirfarið 28.okt.2015