Keiluskurður

14.05.2005
 
Ég hef heyrt að það sé miklu sársaukafyllra að fæða barn ef að maður hefur gengist undir keiluskurð. Er eitthvað til í því og er þá frekar mælt með deyfingu?
 
....................................................................
 
Komdu sæl.
 
Þar sem sársaukaþröskuldur kvenna er mjög misjafn þá er ekki hægt að segja að það sé miklu sársaukafyllra að fæða eftir keiluskurð, það er svo huglægt mat hverrar konu.  Hinsvegar getur keiluskurður, í einhverjum tilfellum, orðið til þess að útvíkkun taki lengri tíma en annars og þar af leiðandi þarf konan að takast á við hríðarnar í lengri tíma. En hins vegar geta konur klárað útvíkkun líka fljótt þegar örvefurinn eftir keiluskurðinn gefur sig loksins. Þetta á ekki við allar konur.
Við mælum ekkert sérstaklega með deyfingu fyrir konur sem hafa farið í keiluskurð því eins og ég sagði áðan hefur keiluskurður alls ekki alltaf áhrif á gang fæðingarinnar.  Notkun verkjalyfja í fæðingu ræðst af því hvernig konan tekst á við hríðarnar.
 
Kveðja
 
Yfirfarið 28.okt.2015.