Spurt og svarað

14. maí 2005

Keiluskurður

 
Ég hef heyrt að það sé miklu sársaukafyllra að fæða barn ef að maður hefur gengist undir keiluskurð. Er eitthvað til í því og er þá frekar mælt með deyfingu?
 
....................................................................
 
Komdu sæl.
 
Þar sem sársaukaþröskuldur kvenna er mjög misjafn þá er ekki hægt að segja að það sé miklu sársaukafyllra að fæða eftir keiluskurð, það er svo huglægt mat hverrar konu.  Hinsvegar getur keiluskurður, í einhverjum tilfellum, orðið til þess að útvíkkun taki lengri tíma en annars og þar af leiðandi þarf konan að takast á við hríðarnar í lengri tíma. En hins vegar geta konur klárað útvíkkun líka fljótt þegar örvefurinn eftir keiluskurðinn gefur sig loksins. Þetta á ekki við allar konur.
Við mælum ekkert sérstaklega með deyfingu fyrir konur sem hafa farið í keiluskurð því eins og ég sagði áðan hefur keiluskurður alls ekki alltaf áhrif á gang fæðingarinnar.  Notkun verkjalyfja í fæðingu ræðst af því hvernig konan tekst á við hríðarnar.
 
Kveðja
 
Yfirfarið 28.okt.2015.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.