Keisarafyrirspurn

27.07.2004

Góðan dag
Konan mín gengur með tvíbura en annað fóstrið er mikið veikt og mun líklega ekki lifa af meðgönguna en samt kannski. Hún mun að öllum líkindum fara í keisaraskurð. Það sem mig langar að vita er hver áhættan fyrir móðurina er að fara í þennan uppskurð?

.................................

Komdu sæll og þakka þér fyrir spurninguna.

Það er leitt að heyra með barnið ykkar. Eins og allar skurðaðgerðir er keisaraskurður ákveðin áhætta fyrir móðurina eins og þú kemur inná. Ég vil vísa þér á umfjöllun um fæðingu með keisaraskurði hér á vefnum og er hana að finna undir liðnum Fæðing. http://www.ljosmodir.is/Default.asp?Page=NotePad&ID=46
Að öllum líkindum verður keisaraskurðurinn ákveðinn fyrirfram og dregur það að vissu marki úr áhættunni við aðgerðina sjálfa þar sem fagfólkið getur undirbúið bæði konuna þína og komu barnanna ykkar.

Ég vona að þú finnir svör við spurningunni þinni þarna, ef ekki endilega skrifaðu okkur aftur.
Gangi ykkur vel,

Kveðja,

Yfirfarið 28.10. 2015.