Spurt og svarað

27. júlí 2004

Keisarafyrirspurn

Góðan dag
Konan mín gengur með tvíbura en annað fóstrið er mikið veikt og mun líklega ekki lifa af meðgönguna en samt kannski. Hún mun að öllum líkindum fara í keisaraskurð. Það sem mig langar að vita er hver áhættan fyrir móðurina er að fara í þennan uppskurð?

.................................

Komdu sæll og þakka þér fyrir spurninguna.

Það er leitt að heyra með barnið ykkar. Eins og allar skurðaðgerðir er keisaraskurður ákveðin áhætta fyrir móðurina eins og þú kemur inná. Ég vil vísa þér á umfjöllun um fæðingu með keisaraskurði hér á vefnum og er hana að finna undir liðnum Fæðing. http://www.ljosmodir.is/Default.asp?Page=NotePad&ID=46
Að öllum líkindum verður keisaraskurðurinn ákveðinn fyrirfram og dregur það að vissu marki úr áhættunni við aðgerðina sjálfa þar sem fagfólkið getur undirbúið bæði konuna þína og komu barnanna ykkar.

Ég vona að þú finnir svör við spurningunni þinni þarna, ef ekki endilega skrifaðu okkur aftur.
Gangi ykkur vel,

Kveðja,

Yfirfarið 28.10. 2015.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.