Spurt og svarað

10. júlí 2006

Keisari að eigin ósk

Góðan daginn!

Mig langar að vita hvort að hægt sé að fá að fara í keisara vegna þess að ég vill það en ekki fæða eðlilega? Þó að ekkert sé að og allt eðlilegt?

Með fyrirfram þökk.

 


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Auðvitað er ekki æskilegt að gera keisaraskurð nema fyrir því séu læknisfræðileg rök. Þegar kona óskar þess hér á landi að fara í keisara að eigin ósk þarf að liggja fyrir samþykki tveggja fæðingalækna fyrir slíkri aðgerð. Konum sem óska eftir keisara án læknisfræðilegrar ástæðu er boðið viðtal við ljósmóður og fæðingalækni þar sem ástæður sem liggja að baki slíkra óska eru ræddar og hvort vinna megi með þær ástæður. Á LSH er starfandi teymið Ljáðu mér eyra sem sérhæfir sig í viðtölum við konur með erfiða fæðingareynslu og/eða kvíða fyrir fæðingu.

Ég hvet þig til að nefna hugleiðingar þínar við þína ljósmóður í mæðraverndinni sem fyrst.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. júlí 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.