Spurt og svarað

06. maí 2020

Hehe

Ég er komin 14+2 og er að finna fyrir svona þrístingi í rassinum, ekkert eins og ég þurfi að fara á klósettið endilega en t.d þegar ég labba eða stend þa finn ég fyrir þessu. Ég var að byrja vinna á hárgreiðslustofu aftur eftir covid, gæti þetta tengst því eitthvað? Að ég standi frá 9-18 á daginn anþess að varla setjast niður? Eða er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af? Takktakk, Marta

Sæl, á meðgöngu verður álag á grindarbotnsvöðvanna vegna aukinnar þyngdar legsins. Ef þú stendur allann daginn verður enn meira álag á þessa vöðva þannig að þetta getur vel tengst því að þú standir svo lengi yfir daginn. Einnig gæti þetta tengst gyllinæð ef þú hefur verið að glíma við hana. Þetta er þó ekkert til að hafa áhyggjur af, svo lengi sem þú ert ekki að fá samdrætti með þessu, en ég hvet þig til þess að gera grindarbotnsæfingar, amk 2x á dag og reyna að setjast niður og hvíla þig reglulega yfir daginn.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.