Spurt og svarað

11. maí 2020

Hlaup og meðganga

Er með spurningu varðandi hlaup á meðgöngu. Ég er vanur hlaupari og hef verið að hlaupa fyrir meðgöngu 30-50km á viku. Hef þá verið að hlaupa 3-4x í viku eitt hlaupið er í lengri kantinum. 15-22km Ég hélt áfram að hlaupa þrátt fyrir ég væri orðin ólétt og var meðvituð um að ég gat ekkert verið að hlaupa á þeim hraða sem ég er vön að hlaupa á, lengstu km sem ég hef hlaupið núna eru 16 km og þá var ég komin 12 vikur og leið ótrúlega vel ég passaði mig að ganga upp brekkur og reyna ekki á mig , það kom allt vel út i 12vikna sónar og hafði þá búin að vera hlaupa þessa km sem ég er vön en núna er ég komin 13vikur +6 daga og finnst ég þurfa að fara minnka km og fara frekar styttra og farin að hafa áhyggjur því þetta er fyrsta barn. Ég er að hugsa um pulsin minn hvað hann ætti að vera í , er í lagi að vinna á púls 145-160 slög eða er það of hátt þetta er svoldið mikið að trufla mig hvað ég má og hvað ég má ekki

Sæl, almennt er talað um að halda áfram þeirri hreyfingu sem þú ert vön, svo lengi sem ekki sé um að ræða íþróttir sem fela í sér möguleg högg á kúluna. Það er því í góðu lagi að þú haldir áfram að hlaupa, en hlustir á líkamann og passir að ofgera þér ekki. Yfirleitt fer úthaldið minnkandi og konum að finnast óþægilegt að hlaupa eftir því sem líður á meðgönguna, en svo lengi sem þér líður vel er það í góðu lagi. Varðandi púlsinn er samkvæmt mínum gagnagrunnum í lagi að vinna á 145-160 sl/mín fyrir íþróttafólk 20-29 ára en betra að miða við 140-156 sl/mín fyrir íþróttafólk 30-39 ára. 

Kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.