Spurt og svarað

12. maí 2020

grindarbotnsæfingar

sæl. Langar að vita hvort það er einhv bæklingur hér inni eða texti um HVERNIG á að gera grindarbotnsæfingar? eitthvað td frá sjúkraþjálfara. Ekki bara að það eigi að gera þessar æfingar....

Sæl
Við erum ekki með bækling hér inni um grindarbotnsæfingar. 

Grindarbotninn eru þeir vöðvar sem halda utan um endaþarm, leggöng og þvagrás ásamt þeim líffærum sem eru í grindarholinu. Grindarbotnsæfingar eru áhrifaríkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir eða minnka líkur á þvagleka. 

Auðveldast er að átta sig á því hvernig maður spennir grindarbotninn með því að átta sig á því hvaða vöðvar það eru sem stoppa þvagbununa. Ekki er þó ráðlagt að gera grindarbotnsæfingar á meðan verið er að hafa þvaglát. 
Best er að hugsa um að spenna vöðvana í kring um götin þrjú, endaþarminn, leggöng og þvagrás. 

Hægt er að gera grindarbotnsæfingar á margann hátt og mis erfiðar. Gott er að byrja á einfaldan hátt og þyngja svo eftir því sem styrkurinn er orðinn meiri. Einfaldast er að gera æfingarnar í liggjandi stöðu en erfiðara í standandi stöðu eða sitjandi stöðu. Gott er að gera æfingarnar þannig að þú spennir hægt og rólega vöðvanna og heldur spennuni í smá tíma og slakar svo rólega á í jafn langann tíma. Hin leiðin er að spenna grindarbotninn hratt og slaka hratt á. Mikilvægt er að gera æfingar fyrir bæði úthald og styrk (hratt og hægt).

Þegar grindarbotnsæfingar eru gerðar ætti ekki að halda í sér andanum eða draga inn magann, heldur einbeita sér að því að spenna endaþarminn (þa spennast allir vöðvarnir með).

Hér er ágætis bæklingur um grindarbotnsæfingar, einnig er hægt að finna snjallforrit sem minna mann á og hjálpa manni með grindarbotnsæfingar, t.d. Squeezy

Kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.