Spurt og svarað

12. maí 2020

Höfuðverkur

Hæhæ, Ég er komin 11 vikur á leið og ég er með höfuðverk alla daga og stundum mjög slæma, nánast alltaf vinstra meginn í höfðinu, er þetta eitthvað sem eg þarf að hafa áhyggjur af? Getur þetta bent til að eitthvað sé að eða eru þetta bara hormónar? Ég hef gengið í gegnum tvær meðgöngur fyrir og upplifði þetta ekki þá. Ég hef bara þorað að taka 1 parataps við þessu sem gerir voðalega lítið, best er að leggjast utaf i dimmu herbergi, en hvaða verkjalyf má ég taka við þessu? Og hversu mikið?

Sæl

Höfuðverkur er frekar algengur á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar, en það er líklega tengt hormónum og breytingu á blóðrúmmáli líkamans. Höfuðverkirnir minnka yfirleitt eftir fyrstu þrjá mánuðina.  Ef höfuðverkurinn lagast ekki eða er mjög slæmur er rétt að láta athuga það nánar. 

Í sumum tilfellum getur verið um mígreni að ræða, en einkenni þess getur oft verið höfuðverkur öðru megin í höfðinu og ljósfælni. 

Þau verkjalyf sem mælt er með að taka á meðgöngu er Paracetamol 1000mg mest fjórum sinnum á sólarhring. Verkjalyf ætti hinsvegar aldrei að nota stöðugt eða í langan tíma og er best að reyna að takmarka notkun þeirra eins og hægt er. 

EKKI ætti að taka íbúfen á meðgöngu. 

Það sem gæti líka hjálpað þér er að passa upp á að drekka nægilega af vatni, reyna að ná góðum svefni, hvíld og slökun. 

Höfuðverki á síðari hluta meðgöngunnar ætti alltaf að skoða þar sem þeir geta verið einkenni háþrýstings og meðgöngueitrunar. 

Gangi þér vel

Kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.