Spurt og svarað

12. maí 2020

Hvað þurfa verðandi feður að kynna sér fyrir fyrsta barn?

Góðan dag er að fara eignast mitt fyrsta barn og var að velta fyrir mér hvað ég ætti að kynna mér mest fyrir fæðingu og hvað ég get gert til að létta á konunni á meðgöngunni þ.e.a.s. Hvernig get ég gert þetta sem þæginlegast fyrir hana.

Sæll, 

Á meðgöngunni er gott að lesa sér til um meðgöngu og fæðingu. Til eru margar bækur um meðgönguna, fósturþroska og hvað sé í vændum. Einnig eru til bækur sem eru sérstaklega skrifaðar fyrir pabba. 

Ég mæli með því að þið farið saman á fæðinganámskeið og ræðið í kjölfarið hvað það er sem þú gætir gert, hvað hún myndi vilja að þú gerðir. Það er mjög misjafnt hvernig konur vilja vera í sinni fæðingu og hvað þær vilja.

Sumar konur vilja mikið vera einar og vilja ekki láta tala mikið við sig, á meðan aðrar hafa mikla þörf fyrir að hafa makann nærri og fá aðstoð frá honum. Það er því ágætt að búa sig undir hvoru tveggja. Helstu hutverk sem feður geta tekið að sér í fæðingunni er t.d. nudd, að passa upp á að konan drekki vel og fái að borða það sem hún hefur list á, sé til staðar, minni á öndun o.fl.  

Endilega kíktu á Fæðingasögur feðra á Facebook, en þar hafa verið birtar nokkrar fæðingasögur út frá sjónarhorni feðra. Það getur verið hjálplegt að heyra hvaða reynslu aðrir hafa.

Kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.