Spurt og svarað

22. maí 2020

Opinn legháls

Sælar, ég er gengin 31 viku með mitt annað barn. Leghálsinn var mældur hjá mér á viku 25 um 4.5cm, svo allt í góðu þar. Núna er hann hinsvegar orðinn miklu meiri þegar þreifað er í leggöngin, ég finn fyrir honum og hann vísar,semsagt opið að opinu á leggöngunum, ég kem 2-3 fingrum inn og hann er alveg mjúkur. Ég er búin að vera með töluverðan þrýsting niður í legghálsinn siðustu vikuna, er þetta eitthvað áhyggjuefni eða eðlilegt?. Á hann að vera svona rosalega opinn því ég geng með mitt annað barn eða ?

Sæl, ef þú hefur áhyggjur af því að leghálsinn þinn sé að opnast ráðlegg ég þér að hafa samband við þína ljósmóður til þess að fá mat fagaðila. Til þess að leghálsinn opnist á þessum tíma þungunarinnar þurfa að vera nokkuð tíðir samdrættir til staðar og það er eitthvað sem þarf þá einnig að skoða nánar.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.