Spurt og svarað

27. maí 2020

Heitir tímar í líkamsrækt á meðgöngu

Sæl. Er gengin rúmlegar 14 vikur með fyrsta barn, hraust meðganga hingað til og hef getað sinnt hreyfingu þokkalega. Fyrir meðgöngu var ég vön að fara í heita tíma í ræktinni nokkrum sinnum í viku áður en samkomubannið skall á. Nú eru hins vegar stöðvarnar að opna aftur og langaði mig því til að athuga hvort sé í lagi að halda slíku áfram á meðgöngu ef maður passar vel eftirfarandi: - Drekka nóg af vatni fyrir og eftir tíma og á meðan á æfingu stendur, - Passa að verða ekki of heitt í tímanum (salirnir sumir ólíkir, frá 34-38 gráður). - Passa að keyra ekki púlsinn mikið upp og hvíla vel á milli setta. Í síðasta tíma sem ég fór í var salurinn frekar heitur þannig ég tók léttari þyngdir og passaði mig að keyra mig ekki út. Náði allan tímann að anda í gegnum nefið og leið vel allan tímann, varð ekki of heitt. Finnst ég fá svo misvísandi svör varðandi hvort þetta sé í lagi eða ekki svo væri gott að vita hvort þetta sé í lagi svo lengi sem maður passar sig.. eða bara alls ekki. Bestu þakkir fyrir fræðandi vef : )

Sæl, þú virðist vera að gera allt rétt varðandi æfingar í heitu umhverfi. Við vitum að hækkun á líkamshita móður í lengri tíma getur haft skaðleg áhrif á fóstrið. En ef þú hefur þessi atriði sem þú nefnir í huga og passar sérstaklega að þér verði ekki of heitt eða ferð úr tímanum ef þú upplifir mikinn hita ætti þetta að vera í góðu lagi. Einnig er mjög mikilvægt eins og þú nefnir að drekka vel af vatni.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.