Spurt og svarað

27. maí 2020

Verkir í kvið í göngu

Góðan dag. Ég er gengin 22 vikur með fyrsta barn, meðgangan hefur gengið mjög vel og ég hef verið mjög hraust allan tíman, en núna nýlega hef ég verið að fá verki í kviðin (stingur svipað hlaupasting) þegar ég er úti að labba með hundinn minn, við löbbum saman í u.þ.b klst á morgnana daglega. Verkirnir koma hvenær sem er í göngutúrnum. Fyrst voru verkirnir bara hægra meginn og fyrir miðju, en nýlega eru þeir að koma vinstra megin og soldið neðar. Yfirleitt sest ég niður á næta bekk sem ég sé eða stoppa bara og stend kyrr í smá stund og þá fara verkirnir og get þá klárað göngutúrin. Hvað helduru að þessir verkir séu ?

Sæl, þetta gætu verið hlaupastingir sem þú ert að upplifa en einnig getur verið að tog á liðbönd legsins séu að valda þessum verkjum. Annars er erfitt að greina orsök verkja með skrifum eins og þessum, því ráðlegg ég þér að ráðfæra þig við þína ljósmóður í heilsugæslunni.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.