Spurt og svarað

28. maí 2020

Blóð úr endaþarmi

Halló! Nú er ég komin rúmar 15 vikur á leið og hef verið að taka eftir að það blæði svoldið með hægðum allavega stundum. Fyrst pældi ég lítið í þessu þar sem ég var með rosalegt harðlífi og hélt bara að ég væri með eh sár eða eh. En núna síðustu daga hefur ekkert svoleiðis verið, bara blóð í klósettinu, sést alveg vel rauðlitað vatnið, og á kúknum. Var farin að hafa smá áhyggjur um að eh væri ekki í lagi núna í vikunni og svo núna í morgun pissaði ég bara og tók eftir blóðdropa í klósettinu. Þá bara blæddi upp úr þurru, ekki bara þegar ég kúka... Þannig mín spurning er, á ég að tala við ljósmóður eða lækni eða hvað á ég að gera? Hvað getur þetta verið? Er þetta gillinægð? Takk fyrir frábæran vef! Hann er algjör snilld!!

Sæl, þetta hljómar eins og gyllinæð en ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við þína ljósmóður eða lækni til þess að fá nánara mat á þessu.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.