Spurt og svarað

28. maí 2020

Nákvæm meðgöngulengd

Hæhæ mig langar til að vita hversu nákvæmt það er þegar maður fer í sónar og læknirinn eða ljósmóðirin segir að ég komin akkúrat 12 vikur og 2 daga t.d. Núna er ég í þannig stöðu að tveir strákar koma til greina, sirka vika á milli skipta og samkvæmt reikningum er ég akkurátt mitt á milli, semsagt samkvæmt sónar þá ætti getnaður að hafa verið þarna á milli. Það skiptir mig að sjálfsögðu miklu máli að vita hvor er faðirinn en í fyrra skiptið var ég á síðasta degi blæðinga og hann fékk ekki sáðlát, en í seinna skiptið var ég að nálgast egglos og hann fékk sáðlát. Er þá ekki líklegra að seinni maðurinn sé faðirinn þó það séu alltaf möguleikar að verða ófrísk þó það verði ekki sáðlát?

Sæl, meðgöngulengdin stemmir yfirleitt ekki uppá dag við dagsetningu samfara. Það getur munað nokkrum dögum þar sem sæðið getur lifað í nokkra daga í eggjaleiðurum konunnar áður en egglos og frjóvgun á sér stað. Einnig getur eggið lifað í um sólarhring áður en það frjóvgast. En jafnvel þó að konur viti nákvæmlega hvenær egglosið var stemmir meðgöngulengdin ekki alltaf uppá dag. Það er því alltaf erfitt að segja til hvor maðurinn er faðirinn ef tveir koma til greina, í þínu tilfelli er seinni maðurinn þó vissulega mun líklegri þar sem hann fékk sáðlát í kringum egglos. En eina leiðin til þess að fá 100% svar er að gera DNA rannsókn þegar barnið fæðist.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.