Spurt og svarað

25. júní 2020

Sárar hægðir 13-20 dögum eftir fæðingu

Hæ hæ Ég á 3 vikna dóttur sem fæddist 2 vikum fyrir tímann. Ég var með sýkingu í nýrum og var þess vegna gangsett, ég fékk einnig mænudeyfingu og glaðloft( fékk mikla rembings þörf samt sem áður) Ég hafi hægðir stuttu eftir að hún fæddist sem var ekkert mál og var ekkert mál í kannski viku til 2 en núna er það bara mjög vont! Hvað gæti þetta mögulega verið? Gyllinæð? Fyrir fram þakkir!!

Sæl, 

Þetta hljómar eins og þetta gæti verið gyllinæð. Mæli með því að þú prófir að fá þér stíla og krem og sjá  hvort þetta  jafni sig. Það er líka mikilvægt að halda hægðunum mjúkum, borða trefjaríkt fæði og vera dugleg að drekka vatn. Einnig er hægt að taka inn Sorbitol tímabundið til þess að mýkja hægðirnar á meðan þetta er að ganga yfir. Ef þetta lagast ekki mæli ég með því að þú látir skoða þetta nánar.

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.