Spurt og svarað

26. júní 2020

Útlit eftir gyllinæð

Hæ, Á meðgöngu fékk ég gyllinæð í fyrsta sinn. Það kom með smá sársauka og stóð út. Blæddi aldrei og var bara smá óþægindi. Nú er meira en ár síðan ég átti og ég finn enn fyrir breytingu eftir að gyllinæðin kom upp. Það kemur upp laus húð/hnúður á einu svæði á hringnum og það truflar mig útlitslega séð, er smá viðkvæmt en ekki sárt. Er þetta í kjölfar gyllinæðar á meðgöngu? - samkvæmt mínu googli og giski er þetta líklega anal fissure en mér finnst erfitt að leita útskýringa á google

Sæl, það er erfitt að segja út frá lýsingunum einum, ég ráðlegg þér að láta lækni kíkja á þetta til þess að fá viðeigandi ráðleggingar og meðferð.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.