Spurt og svarað

28. júní 2020

hreyfingar eftir sund

hæ hæ ég veit ekki hvort þetta sé alveg óheyrt og alveg tilviljanakennt en ég er komin rúmar 26 vikur og er með fylgjuna að framan og þar af leiðandi eru hreyfinar mjög misjafnlega sterkar og mjög dempaðar í miðjunni út af fylgjunni. En ég er búin að fara nokkrum sinnum í sund síðust vikur síðan ég byrjaði að finna hreyfingar og núna síðast meðgöngusund þegar ég var komin akkúrat 26 vikur og mér finnst daman bara alltaf leggjast hálfpartin í dvala í svona 2 sólahringa eftir sund. ég finn alveg eitthvað smá en miklu minna en vanalega í ca. 2 sólahringa. Er þetta eitthvað sem ég ættti að hafa áhyggjur af ætti ég að sleppa því að fara í sund? Getur það virkilega verið að hafa einhver áhrif. Ég er alveg búin að fara í sund svona 6 sinnum þannig fyndist bara svo hæpið að þetta væri tilviljannakennt.

Sæl, sundferðir eiga ekki að hafa áhrif á hreyfingar barns þannig að þú getur haldið áfram að njóta þess að fara í sund. Það getur verið dagamunur á hreyfingum fyrstu vikurnar eftir að konur byrja að finna hreyfingar, en ef þú hefur áhyggjur af litlum hreyfingum ráðlegg ég þér að hafa samband við ljósmóðurina þína í heisugæslunni.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.