Spurt og svarað

24. júlí 2020

Mjóbak

Hæhæ Eg er komin 9 vikur og 1 dag og ég er algjörlega að farast í mjóbakinu, hef aldrei upplifað eins mikin sársauka og núna er þetta búið að vera svona í 3 daga. Fór til læknis og það var skrifað uppa ibufen fyrir mig. En þetta er einhvað annað mikill verkur, er þetta allveg eðlilegt? Svo voru brjóstin allveg virkilega aum fyrstu 7 vikurnar og ekki núna, er eiginlega einkennalaus fyrir utan bakið

Sæl

Það er erfitt að segja nákvæmlega hvort þetta sé eðlilegt eða ekki. Verkir í mjóbaki er þekktur kvilli á meðgöngu en alltaf gott að útiloka að eitthvað annað sé að, sérstaklega ef verkurinn er svona mikill. 

Ekki er ráðlagt að taka íbúfen á meðgöngu og sérstaklega ekki á fyrsta og síðasta þriðjungi meðgöngunar. Ég ráðlegg þér því að hætta að taka íbúfen. Oft getur hjálpað að nota kaldan bakstur á grindarverki. 

Mæli með því að þú heyrir í ljósmoðir í mæðravernd og hún getur bent þér á frekari aðstoð. 

Þú getur lesið þér til um grindarverki hér

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.