Spurt og svarað

26. júlí 2020

Vegna prófs

Núna erum við búin að vera reyna eignast annað barn. Fyrsti dagur blæðinga er 24 júní, ég tók próf í gær 25 júlí (seint i gær) og það kom mjög óljós lína, maður sér mótað fyrir henni. Svo eg tek annað núna í morgun og það kom strax auka lína, svo eftir c.a 10 min þá er aukalínan ekki jafn sterk og hun var þegar eg pissaði, heldur sér maður rétt svo hana mótast. Er þungunaprófið einhvað lélegt? Á eg að taka annað á morgun?

Sæl

Til hamingju með þungunina.

Ef það kemur lína á þungunarprófi þá er hægt að treysta á það að hún sé rétt, þó svo að hún sé ljós. Það er ágætt að miða við þann tíma sem stendur á þungunarprófinu hvenær er best að kíkja á niðurstöður. Ef það er sjáanleg lína þá ertu þunguð. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.