Spurt og svarað

27. júlí 2020

Úthreinsun

Góðan dag. Núna eru liðnar rúmar 8 vikur síðan ég átti barnið mitt og úthreinsunin er enn í gangi. Hún er vissulega ekki eins kröftug og hún var strax eftir fæðingu en samt sem áður er hún töluverð og alveg þannig að ég þarf að skipta um bindi oft á dag. Stundum er hún brún og stundum er hún rauðbleik. Mér finnst alltaf eins og ég hafi heyrt að úthreinsun taki ca 6 vikur. Er þetta eitthvað óeðlilegt hjá mér?

Sæl

Úthreinsun tekur yfirleitt 4-6 vikur og ætti í lokin að vera orðin gulleitt útferð. 

Ég ráðlegg þér að láta skoða þetta nánar ef þetta breytist ekki fljótlega. Fínt að bóka tíma hjá kvennsjúkdómalækni og sjá hvort allt líti ekki vel út.

Gangi þér vel

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.