Spurt og svarað

27. júlí 2020

Að hætta á Nuvaring

Góðan daginn, ég hætti á Nuvaring þann 8. júlí sl. þar sem við ætlum að reyna að eignast annað barn, ég er búin að nota hann í rúmt ár. Ég tók hirnginn út átta dögum eftir að ég setti hann inn, s.s. ég kláraði ekki 21 dag líkt og maður á að gera. Ég var á blæðingum 24-27. júní, setti nýjan hring inn 1. júli en tók hann út 8. júlí og fór þá aftur á blæðingar 13.-16. júlí. Mín spurning er, hvorar blæðingar miða ég við upp á egglos að gera? Ef ég fer eftir blæðingunum síðan í júní þá hefði ég átt að byrja á blæðingum 21. júlí en ef ég fer eftir blæðingunum 13. júlí þá eiga næstu blæðingar ekki að hefjast fyrr en 10. ágúst. Ég er ekki byrjuð á blæðingum en er búin að vera með túrverki síðustu viku ca. Ætti ég að taka þungunarpróf eða hinkra til 10. ágúst?

Sæl

Oft er ágætt að bíða einn tíðarhring eftir að getnaðarvörnum er hætt til þess að átta sig betur á því hvenær egglos er. 

Annars ættiru að miða við blæðingar eftir að þú tókst hringinn út. Gott að bíða með að taka þungunarprof þar til komið er að því að blæðingar ættu að hefjast aftur., getur verið falskt neikvætt fyrir þann tíma.

Gangi þér vel

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.