Spurt og svarað

28. júlí 2020

Engar hreyfingar á 22 viku

Góðan daginn Ég er komin tæpar 22 vikur með fyrsta barn. Fylgjan er að framan og segir ljósan mín að það sé ástæða þess að ég finni ekki hreyfingar á fóstrinu. Nú er ég orðin óþreyjufull að finna hreyfingar svo ég viti að sé í góðu. Hvenær þarf ég að hafa áhyggjur varðandi að finna ekki hreyfingar? Á ég að gefa þessu 1-2 vikur í viðbót?

Sæl

Það er rétt að konur byrja oft seint að finna hreyfingar ef fylgjan er að framan. Þú ættir alveg að geta beðið róleg í 1-2 vikur í viðbót. 

Ef þú hefur miklar áhyggjur ráðlegg ég þér að hringja í ljósmóðurina þína og sjá hvort þú getir komið í auka skoðun að láta hlusta hjartsláttinn. 

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.