Spurt og svarað

28. júlí 2020

Óvissa hvaða sósur ma borða

Ég var að komast af því að ég er ólett af minu fysta barni :) Má borða koldu sósurnar sem við kaupum i bónus e finnsson koktelsosu , hvítlauks ? er i lagi að borða skinku a brauð og pepperoni t.d a pizzu er i lagi að borða með skinku og pepperoni ?

Sæl og til hamingju með þungunina.

Mæli með því að þú kíkir á bæklinginn Mataræði á meðgöngu til þess að fá betri upplýsingar um það sem ráðlaggt er að borða. 

Kaldar sósur og verksmiðjuframleiddir ísar er langflest búið til úr gerilsneiddum eggjum og ætti því að vera í lagi að borða. 

Skinka er elduð og því í lagi að borða hana. 

Flest sem sett er á pítsu og síðan inn í ofn eldast þar svo það þarf ekki að hafa áhyggjur af pítsuáleggi nema það sé sett á eftir á.

Gangi þér vel. 

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.