Spurt og svarað

27. október 2004

Legvatn farið?

Hvernig veit maður hvort að legvatn sé farið? Ég hef heyrt að það fari í stórum gusum en í nótt vaknaði ég upp við að það var eins og ég hefði pissað á mig og fór þá á klósettið og þá lak þvag/legvatn í smá dropum og svo kom 2-3 mín bið og þá lak e-ð aftur og svona var þetta í ca.30-40 mín. Svo náði ég loksins að sofna en var svona hálf blaut í morgun þegar ég vaknaði.  Núna er eins og ég þurfi endalaust að pissa (þrýstingur í blöðrunni).
Núna eru smá verkir neðst í grindinni þannig að vonandi áttu e-h ráð fyrir mig.

....................................................................

Sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina!!
Það er misjafnt hvernig það lýsir sér þegar legvatnið fer.  Hjá sumum konum kemur þetta í smá gusum og virðist þá oft vera það sem við köllum ?hár leki?.  Þá kemur gat á belgina einhvers staðar milli legs og líkama barnsins en ef það kemur mikil gusa þá er það venjulega vegna þess að ?forvatnið? fer.  Þá kemur gat á þann hluta belgjanna sem er fyrir framan kollinn og þegar kollurinn er komin vel niður kemur ?smá blaðra? fyrir framan kollinn.  Það er í rauninni þægilegast fyrir þig að skoða þetta á myndum til að átta þig á hvað ég á við. 

Hvort þetta er legvatn eða ekki er erfitt að segja nema gera ákveðin próf til að ganga úr skugga um það.  Ef legvatnið er farið finnur maður oft sæta lykt sem er mjög sérstök.  Legvatnið er oftast tært að lit en getur verið ljósbleikt, gulleitt eða grænt og þá á alltaf að hafa samband við fæðingargang ef svo er.  Ég myndi ráðleggja þér að hafa samband við fæðingardeildina þar sem það eru komnir 2 sólarhringar síðan þig grunar að legvatnið hafi farið.  Það er aukin sýkingarhætta ef komið er gat á belgina og er reglan hér á landi sú að ef staðfest er að legvatnið sé farið og konan er komin á tíma er fæðing framkölluð ekki síðar en sólarhring seinna.  Flestar konur byrja reyndar í fæðingu fljótlega eftir að vatnið fer eða um 70% innan 24 tíma og næstum 90% innan 48 tíma. 
Vonandi svarar þetta spurningu þinni.
Gangi þér vel!
                                         kær kveðja

Yfirfarið, 28.10. 2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.