Spurt og svarað

08. september 2020

ekkert fóstur en jákvætt próf

Sæl og takk fyrir frábæran vef. Ég var að ég hélt gengin um 7 vikur þegar byrjar að koma hjá mér brún útferð (ca 1/2-1 msk á dag). Ég pantaði því tíma í ómskoðun á kvennadeildinni og ekkert fóstur sást en á pantaðan tíma aftur eftir viku. Ég er búin að vera að taka óléttupróf reglulega og alltaf kemur jákvætt en samt aldrei jafn sterkar báðar línurnar. Mín spurning er því sú hvort ég geti verið að halda áfram að fá jákvæð próf ef þetta var fósturmissir?

Sæl

Óléttuprófin mæla hormónið HCG sem kemur fram við þungun. Það tekur tíma fyrir hormónið að hverfa alveg úr líkamanum, en það lækkar jafnt og þétt eftir fósturlát. Út af þessu geta óléttupróf sýnt jákvæða niðurstöðu í nokkra daga eftir fósturmissi þó svo að þungun sé ekki til staðar. 

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.