Spurt og svarað

15. september 2020

Hormónaköst

Hæ, ég er á sautjándu viku meðgöngu og ég er búin að vera allveg virkilega slæm í skapinu, litla þolinmæði, fer að grenja við minnstu tilefni Er það eðlilegt? Er eðlilegt að hormóna flæðið sé svona mikið á sautjándu viku?

Sæl, já á meðgöngu eiga sér stað miklar hormónabreytingar og margar konur upplifa skapsveiflur. Ef þær eru hins vegar úr hófi getur verið um dýpri vanda að ræða. Ég hvet þig því til þess að ræða þetta við þína ljósmóður í meðgönguverndinni.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.