Spurt og svarað

15. september 2020

Stoðmjólk fyrir 5mánaða?

Er einhver ástæða til að gefa ekki stoðmjólk fyrr en 6.mánaða? Ég er með einn fimm mánaða gutta sem er nær eingöngu á brjósti en hann er farinn að fá smá matarsmakk blandað við brjóstamjólk (einu sinni á dag). Hann fékk örfáum sinnum Nan1 fyrir 2ja mánaða, svona þegar mamman þurfti að skreppa eitthvað, en hefur ekki viljað sjá það síðan, bara grettir sig og spítir mjólkinni útúr sér. Reyndum i kjölfarið að gefa hipp en þa bara var hann mjög móðgaður og fór bara að hágráta. Ég á til frosna brjóstmjolk sem hann drakk alltaf vel en núna upp á síðkastið vill hann ekki sjá hana heldur. Pelinn er ekki vandamálið þar sem hann er meira en til í að drekka úr honum ef ég pumpa og hann fær að drekka mjólkina strax sem hefur verið ágætis redding ef ég er bara að skjotast eitthvað í stuttan tíma. Mömmunni er soldið farið að langa að komast í smá frí með pabbanum en það er heldur erfitt þegar barnið vill enga mjólk fá. Er eitthvað sem mælir gegn því að prufa að gefa honum stoðmjólk?

Sæl, ástæða þess að mælt er með stoðmjólk frá 6 mánaða aldri er sú að yngri börn geta átt erfitt með að melta próteinin í henni, þar sem meltingarfærin eru ekki orðin nægilega þroskuð. Nan, Hipp og aðrar tegundir eru hins vegar sérhannaðar fyrir meltingarfæri yngri barna. 

Þegar börnin hafa vanist einu bragði/ákveðinni tegund af mjólk eiga þau til að fúlsa við annarri. Þú talar um að hann drakk alltaf brjóstamjólk vel úr pela en er hættur að vilja það nema hún komi svo gott sem beint úr brjóstinu. Börn eiga til að spíta útúr sér mjólk sem er ekki við akkúrat rétta hitastigið, kannski aðeins of köld. Þið getið prófað að gefa honum frosna brjóstamjólk og passað extra vel uppá að hún sé passlega volg eins og mjólk sem kemur beint úr brjóstinu. 

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.