Spurt og svarað

16. september 2020

Blæðingar en samt neikvætt egglospróf?

Góðan dag Mér langar að byrja að byrja að þakka fyrir frábæran vef. Ég fór á blæðingar fyrir tæpum 2 vikum, samkvæmt flo Eiga bestu líkurnar að vera núna á föstudaginn eftir 2 daga, er eðlilegt að egglos próf sé þá samt neikvætt núna? (Miðvikudag) Ég tek egglos próf daglega núna þessar 2 vikur sme ég gæti orðið ólett en so far þá er það alltaf neikvætt. Ætti ég kannski að láta kíkja á mig? Get ég samt orðið ólett þótt prófið sé neikvætt? Takk ??

Sæl, egglospróf verður jákvætt þegar hormónið LH er í hámarki, en það gerist 24-36 klukkustundum fyrir egglos. Það er því eðlilegt að egglosprófið sé enn neikvætt 2 dögum fyrir áætlað egglos. Ég hvet þig til þess að halda áfram að taka egglosprófið og sjá hvort það verði ekki jákvætt innan nokkurra daga. Þó að viðmiðið sé að egglosið verði á 14. degi tíðahringsins verður það oft aðeins seinna og stundum aðeins fyrr. 

Mögulegt er að egglosprófið missi af egglosinu en það ætti ekki að gerast ef þú tekur það daglega. En ef það gerist geturðu orðið ólétt þó prófið hafi ekki náð egglosinu. Ef þú ferð í gegnum nokkra tíðarhringi án þess að fá nokkurntíman jákvætt egglospróf myndi ég ráðleggja þér að láta kíkja á þig.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.