Spurt og svarað

06. október 2020

Hreyfingar öðru megin

Góðan daginn. Ég er komin um 31 viku og fékk að vita að barnið er komið í höfuðstöðu. Ég hef undanfarna viku bara fundið fyrir hreyfingum öðru megin, hægra megin. Barnið liggur með rassinn út og sparkar upp eða til hliðar bara hægra megin. Það er varla að ég finni hreyfingar vinstra megin. Er þetta alveg eðlilegt? Ljósan mín sagði mér að prófa að sofa alltaf á vinstri hliðinni og sjá hvort barnið færi sig eitthvað en það hefur ekki gert það. Ég finn alveg vel hreyfingar en bara þarna hægra megin og virðist barnið vera mjög mikið í sömu stellingu.

Sæl 

Það er alveg eðlilegt. Ef barnið liggur meira þar og fæturnir og hendurnar eru þeim megin er ekkert skrítið að hreyfingarnar finnst þar. Það þarf ekki ða hafa áhyggjur af því þó að barnið vilji vera mest öðru megin. Nú fer að þrengja meira að barninu og erfiðara að færa sig mikið til. Ef þú finnur minni hreyfingar hinsvegar ættir þú að hafa samband við ljósmóður. Það er ágætt að kortleggja nokkurnvegin hreyfingarmynstur barnsins til þess að átta sig á því þegar það breytist. í lok meðgöngu eru hreyfingarnar oft svipaðar, t.d. meira á kvöldin eða á morgnanna o.s.frv.

Gangi þér vel 

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.