Spurt og svarað

07. október 2020

Egglosverkir eftir fæðingu

Sæl Ég átti barnið mitt í júní síðastliðinn en er ekki byrjuð á blæðingum. Er með brjóstabarn. Hinsvegar fann eg mikið til hægramegin í kviðnum að mer fannst í eggjastokknum í 2-3 daga og tengdi það við egglosverki. Þannig að spurningin min er getur maður fengið egglos þegar maður er ekki byrjaður á blæðingum?

Sæl

Egglos verður alltaf áður en blæðingar hefjast og því er svarið já. Þar af leiðandi er mikilvægt að huga að getnaðarvörnum eftir fæðingu, því maður veit í raun aldrei hvenær egglos verður aftur, þó svo að barnið sé á brjósti. 

Ef þessir verkir lagast ekki er um að gera að láta skoða það hvað getur verið að valda þessum verkjum. 

Kær kveðja, Jóhana María Friðriksdóttir, ljósmóðir 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.